Lifssyn husmodur i orlofi

Talandi um lifssyn. Thad er fatt sem faer mann til thess ad skoda lif sitt upp a nytt betur en folk sem veit ad thad a ekki eftir ad lifa lengi en er oendanlega thakklatt fyrir lifid sem thad lifir. Eg eyddi hadeginu med yndislegu folki sem lifir fyrir nuid - i alvorunni. Thad er svo serstakt ad madur skuli eyda 50 til 60 stundum a viku i vinnu, odrum 20 til 30 fyrir framan sjonvarpid og eiga tho allt thessa yndislegu samferdamenn sem madur gaeti verid ad njota samverunnar med. Hvad aetli madur eydi storum hluta daglegs lifs i uppbyggilegar samverustundir med sinum nanustu? Orugglega minni en theim sem ameriska sjonvarpid faer.

Loksins tenging...!

Solbokud, halfdrukkin, midaldra kerling a Sudur-Spani sem situr vid tolvu og hlustar a Eminem... hvad er betra?
Nu er eg buin ad vera i Malaga fjora daga. Gjorsamlega kolfallin fyrir thessari borg. I fyrradag forum vid ad skoda Costa del Sol... thad er ad segja turistahlidina: Torremolinos, Fuengirola... oj, bjakk! Thad er ekki Spann. Eg skal lysa fyrir ykkur degi a Spani, t.d. deginum i dag. Vaknad kl. atta. Hellt upp a kaffi og farid ut a svalir til thess ad fylgjast med solinni koma upp yfir borgarvirkinu - threttanhundrudaragomlu. Kaffid er tilbuid u.th.b. thegar solin er farin ad skina i andlitid. Svo er setid yfir kaffibolla, nyju braudi og sultu eda hraskinku i tvo tima thar til sturtan tekur vid. Ut til slatrarans. Slatrarinn er fra Marokko. Laetur mann hafa kjotid i kryddlegi sem ilmar thannig ad madur a erfitt med ad fokusera a lifid sjalft... Svo er farid a markadinn til thess ad kaupa appelsinur, tomata og olivur... olivur i Malaga eru ekki thad sama og olivur i Reykjavik! Stutt stopp i budinni til thess ad leita ad raksapu. Enginn skilur hvers vegna kona vill fa raksapu med konulykt. Konur a Spani eru longu haettar ad raka sig. Thaer nota vax eda hareydingarkrem. Heim med raksapuna og allt hitt. Aftur ut og nu er stefnan sett a kaffihus. Thar er setid i solinni innan um nagrannana sem eru ymist hommar, hiv-smitadir eda hvort tveggja, eda i sambud med einhverjum sem flokkast i annan hvorn eda bada hopana. Folk talar ymist enga ensku eda litla en reynir samt ad draga utlendinginn inn i samraedurnar. Fingramal virkar vel.
Um tvoleytid er kominn timi til thess ad fara heim ad borda. Fyrad upp i grillinu. Marokkoskt nautakjot bragdast guddomlega med grilludu eggaldini og kurbit og ferskum tomotum. Svo tekur mas og solbad vid. Engin astaeda til thess ad fara ut thar sem nu er siesta. Thriggja tima hadegishle. Reyndar er natturulega laugardagur svo ekki thurfa allir ad fara til vinnu. En sumir. Svo nu er rett ad leggja sig. Eda hvad - dyrabjallan hringdi... Kannski er kominn timi a ad halda afram...

Við erum lent í Baunó

Nú erum við búin að rölta um Norðurbrú og hanga á kaffihúsi.  Komin í gott skjól og hlustum andaktug á tvítyngda, unga Íslendinga syngja útlenskur.

Töskurnar okkar voru skildar eftir úti á flugvellinum og við biðum og biðum... Þegar ég tók fiskbúðinginn upp úr töskunni minni varð mér ljóst að einhver bjórbesinn hafði "hyggað sig" yfir nærbuxunum mínum í rólegheitunum á meðan ég beið.


Af klámi, hryðjuverkum og Falún Gong

Snillingurinn hann Valdimar Leó fullyrti framan í opið geð landsmanna að milli þess sem yfirvöld á Keflavíkurflugvelli plokkuðu pylsur og Pinot af sólbökuðum Íslendingum væru þau að meina hryðjuverkamönnum um landgöngu í stórum stíl.  Sýslumaður kannaðist reyndar ekkert við það.  Þá kom í ljós að Valdimar var eiginlega að meina miðaldra konur með kókaín...

Hins vegar eru menn þar á bæ komnir í ágætis æfingu í að greina sauði frá höfrum þegar kemur að skimun eftir stórhættulegum glæpamönnum.  Hver man ekki eftir skeleggum tökum á alræmda, alþjóðlega hryðjuverkahópnum Falun Gong?  Eins gott að þeim var ekki leyft að vaða hér uppi, hver veit hvaða hrylling það hefði getað haft í för með sér.

Ég er viss um að þeim í Keflavík finnst það hálfsúrt í broti að hafa ekki fengið að taka á klámstjörnunum.  Það hefði verið hægt að setja þær í einangrun út í Garðskagavita.  Þar er nú hægt að finna sér ýmislegt til dundurs... Allir hefðu grætt...


Fýsískir steinar

Ég fékk einu sinni stein í munnvatnskirtil.  Fór í uppskurð, en steinninn náðist ekki út.  Eftir sat ég með gat í góm og stein sem angraði í beinum tengslum við munnvatnsframleiðslu...  Svo spýttist hann allt í einu út þar sem ég stóð yfir pottum nóttina fyrir brúðkaupið mitt og eldaði ofan í tugi manna... Fór ekki ofan í matinn, nei, nei.

Maður getur nefnilega fengið svona "steina" á ótrúlegustu staði í líkamanum.  Gallsteina, nýrnasteina, legsteina...


Klámsagan öll

Þá hafa bændur látið undan þrýstingi og neitað klámkóngagenginu að hvíla lúnu beinin á Hótel Sögu.  Ég ætla samt ekki að hætta að kalla það Klámsögu - enda eru þeir með klámmyndir í boði fyrir lúna bændur í bæjarferð...

 


Góa hafin

Þá er maður búinn að þreyja Þorrann og Góan næst.  Það er ekki lítið á mann lagt.

Einn einn tveir

Þeir voru að renna hér úr húsi, blikkbílarnir.  Einn einn tveir dagur í dag.  Halarófa af nýþvegnum bílum með blikkandi bláum lögðu af stað í leiðangur, eins og fílarnir í gamla daga.  Lipur var þeirra fótgangur.  Svo enda þeir í Smáralindinni.  Bjargvættir þjóðarinnar.


Meiri snjó

Nú kyngir niður snjó í Reykjavík.  Alltaf gott þegar veðrið hagar sér samkvæmt hinni guðdómlegu áætlun.

Ég komst að því um daginn að litli bíllinn minn er ekki hannaður fyrir íslenska færð.  Þrátt fyrir L-gírinn yndislegan, sem kemur mér yfir skaflana.  Það fór að drynja allsvakalega í bílnum eftir nokkra daga af illfærð.  Ég sprautaði burt allan klaka undan honum en samt drundi í honum.  Í ljós kom, þegar húddi var lyft, að þar undir sátu heilu jöklarnir og höfðu tekið sér bólfestu utan um allt viðkvæma stöffið.  Mér skilst að þetta sé vandamál með djassinn.

 


Nýr bloggari

Datt í hug að fá mér bloggsíðu.  Kemur í ljós hvort það skilar einhverju nytsamlegu.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Mussan sjálf

Höfundur

Ingveldur Lára Þórðardóttir
Ingveldur Lára Þórðardóttir
Kona á vænsta aldri með víraða drauma

Spurt er

Hver fær stóra stykkið af rabbarbara?

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Frændur 4
  • Frændur 3
  • Frændur 2
  • Frændur 1
  • Ali G og félagar á öskudag 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband