Íslensk þjóðarsál

Íslendingar eru stoltir yfir eftirfarandi:

- Alþjóðabjörgunarsveitinni sinni

- Handboltalandsliðinu, en bara þegar það vinnur

- Útrásarvíkingum, einkum þegar þeir kaupa dönsk stórfyrirtæki

- Júróvisjónþátttakendum, en bara þegar þeim gengur vel

- Sjómönnum þegar þeir lenda í sjávarháska

- Öllum löndum sínum sem gengur vel í keppnum sem skipta engu máli

Það er nauðsynlegt fyrir íslensku sjálfsmyndina að vera best í heimi.  Við erum jú, þegar öllu er á botninn hvolft, nafli alheimsins.  Við kunnum ekki að vera stolt af hversdagslegum afrekum, heiðarleika, góðmennsku, baráttu fyrir sanngirni og réttlæti... því að taka þátt og gera sitt besta.

Nei, það þurfa að vera verðlaun til þess að Íslendingar nenni að "spá íessu".  Samt erum við flest í mesta lagi meðaljónar.  Höfum bara hversdaginn til þess að stæra okkur yfir.

Þegar íslenska handboltaliðinu gengur vel verðum við öll svo kát og glöð, og klökk af stolti, berjum okkur á brjóst og segjum:  "Assgoti vorum við góðir í gær, maður.  Stóðum aldeilis harðir í vörninni, maður."  Svo koma jafnteflin:  "Djöfull standa þeir sig illa, strákarnir.  Hrikalega voru þeir slappir í sókninni."  Þá, allt í einu, mega þeir eiga þetta einir.  Þá vorum við ekki lengur á vellinum með þeim.  Það er kannski þessvegna sem þeim gekk ekki nógu vel...  Sófakartöflurnar spiluðu ekki með...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mussan sjálf

Höfundur

Ingveldur Lára Þórðardóttir
Ingveldur Lára Þórðardóttir
Kona á vænsta aldri með víraða drauma

Spurt er

Hver fær stóra stykkið af rabbarbara?

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Frændur 4
  • Frændur 3
  • Frændur 2
  • Frændur 1
  • Ali G og félagar á öskudag 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband