Færsluflokkur: Bloggar

Upprisa

Ég hef verið að velta því fyrir mér í dag hvers vegna upprisumessurnar þurfi endilega að vera klukkan átta á sunnudagsmorgni.  Kannski er það til þess að maður upplifi einhverjar píslir yfir þessa páskahátíð og komist þannig nær Kristi sínum.  Ég man ekki eftir því að nákvæm tímasetning hafi verið tekin fram í biblíunni.  Mér fyndist nær lagi, fyrst það á annað borð þarf að rífa sig upp á rassgatinu á hvíldardeginum, að gera það við sólarupprás.  Ég heyrði auglýsta messu í Þingvallakirkju klukkan hálfsjö í fyrramálið, en mér skilst að hún eigi einmitt að rísa þá, sólin.  Einhverjir ætla að hafa miðnæturmessu.  Nú er málið að skjóta öðrum messuhöldurum ref fyrir rass.

Þegar ég var krakki vorum við systkinin rifin á lappir á hverjum sunnudagsmorgni til þess að fara í barnamessu klukkan tíu eða hálfellefu.  Skrýdd betri gallanum, með mjólkurglas og banana í maga, örkuðum við út í Langholtskirkju og sátum þar ásamt tugum annarra vel greiddra barna úr stærsta hverfi borgarinnar og sungum um Jesúbarnið og ættingja þess.  Séra Árelíus sagði okkur sögur og gaf okkur biblíumyndir, sem voru Pókímonspjöld minnar kynslóðar.  Leikaramyndir voru liðin tíð á þeim tíma.  Reyndar rámar mig í einhverjar ABBA-myndir einhverntíma á æskuferlinum.

Einn sunnudagur var þó frábrugðinn, en það var blessaður páskadagurinn.  Minningin um hann hleypir enn í mig kuldahrolli.  Rifin upp úr rúmi á sjöunda tímanum eftir tvær svefnlitlar nætur í röð (var látin vera með rúllur í hári í tvo sólarhringa fyrir stórhátíðir og betri afmælisdaga), látin fara í sokkabuxur (sem ekki tilheyrðu uppáhaldsflíkunum), ísköld mjólk og ískaldur banani ofan í ískaldan næturhrollinn og svo marseraði gengið í ísköldum aprílmorgninum til þess að vera komin nógu snemma til þess að leggja heilan kirkjubekk undir risavaxna, úrilla, syfjaða og skjálfandi fjölskylduna.  Tók lágmark hálft páskaegg til þess að koma líkamshitanum í samt lag.

Skemmst frá því að segja að ég er löngu hætt að fara í upprisufest klukkan átta á páskadagsmorgni.


Brennt barn forðast...

Ég fór til læknis á föstudaginn.  Var í rétta gírnum, ákveðin og viss í minni sök að þessi læknir myndi nú hjálpa mér.  Viðbrögð læknisins enda algjörlega í takt við bjartsýni mína.  Fletti upp í dagatalinu sínu og sagði:  "Þetta er forgangsmál.  Við skerum sem fyrst.  Ég er laus þann átjánda."  Bætti svo við að hann ætlaði fyrst að fara vel og vandlega yfir allar niðurstöður úr rannsóknum mínum síðasta eitt og hálfa árið, ræða við "kollumeistarann" og hringja svo í mig seinna sama dag, í síðasta lagi á mánudag.  Skemmst frá því að segja að mánudagur er að kveldi kominn og ekkert heyrðist í lækninum.  Trúlega af því að ég gleymdi að trúa því að hann myndi hringja.

Alfermt í ár

Þá er fermingarveislum ársins lokið hjá mér.  Afskaplega vel lukkað ferli allt saman.  Á eftir að láta mig dreyma um drekkhlaðin veisluborð í leikfimistímum næstu vikna.

Zero

Nýr drykkur með fortíðarbragði.  Hvort minnir hann ykkur á Spur eða Tab?


Grasekkja með heymæði

Nú er Nusi minn í Lilluhúsi í matarboði með vinum okkar og ég hér heima í slyddu og leiðindum og þar að auki í ÁTAKI!!  Get ekki einu sinni étið til að naga mig í gegnum öfundina...

Ég myndi svo miklu fremur vilja vera í New York en í nepjunni hér. 


Nú kjamsa menn enn og aftur

Í sjónvarpinu er enn verið að kjamsa.  Sumar seríur á að skjóta á öðru ári.  Get ekki ímyndað mér annað en að íslenska þjóðin hafi hætt að horfa á Hálandahöfðingjann fyrir um það bil hálfum áratug eða svo.

 


Þá er hversdagurinn hafinn á ný!

Senor y senora Spánarferðin var að sjálfsögðu gerð ódauðleg ...

Enn einn dagur i Paradis

Sjonvarpsspaenska er nuna mitt adalahugamal. Eg skemmti fraenku minni stanslaust med thvi ad herma eftir sjonvarpsauglysingum. Sem betur fer er hun med gulan takka a fjarstyringunni sinni sem tekur spaenska talid af amerisku thattunum. Auglysingarnar eru samt a spaensku, mer til mikillar gledi. Og allir smamaeltir.

Bjossi for i morgun. Vid fraenkur erum bunar ad eyda deginum i thrif, at, lestur og sjonvarpsglap. Sexa en Nueva York, Los Simpsons og fleira. Nu er eg ad horfa a Distico juridial. Giska, giska.

Vid grilludum kjukling i hadeginu. Keyptum hann hja marokkoska slatraranum og marinerudum hann i kryddblondu sem vid fengum hja honum lika. Steiktar kartoflur, grilladur kurbitur og tomatar. Jammi, jamm. Ad venju var kvoldmaturinn hladbord: Hraskinka, melona, nytt braud og ostur. Risavaxin jardarber i eftirrett. Jammi, jamm.

A morgun a ad rigna.


Biltur

I nott eignadist eg oggupinulitinn hund. Hann var svo litill ad hann komst fyrir i lofanum a mer, meig thar, skeit og kloradi mig. Hann var framleiddur, thessi hundur, af mafiosum, sem aetludu ad selja hann fyrir fulgur fjar. En hann slapp fra theim og uppa svalir a gamla Lango, thar sem mugur manns var einmitt ad vesenast eitthvad vid undirbuning solu hussins (og svalanna thar med). Folki fannst rett ad eg fengi thennan hund. Allir stodu saman gegn mafiosunum thegar their reyndu ad neyda upp ur theim hvad hefdi ordid um hundinn. Thetta var pulsuhundur.

Vid forum i biltur i dag. Vinur Soru, Miguel, baud okkur ut ur baenum. Vid vorum voda kat yfir thvi en fljotlega foru ad renna a okkur tvaer grimur thegar komid var ut a hradbrautina. Miguel er daemigerdur spaenskur bilstjori. Keyrir eins og madur sem hefur engu ad tapa, a medan hann segir sogur med ollum likamanum. Eg vard baedi bilhraedd og bilveik, en tokst ad halda thvi leyndu. Vid forum til Frejiliana (lesist: Kardimommubaer), sem er baer uppi i haedunum austan vid Malaga. Frejiliana, eins og Malaga, er byggdur a bylgjulandslagi. Upp og nidur og ut og sudur. Oll husin eru eins; hvit, hrein og hugguleg. Goturnar hvitskuradar. Litlar turistabudir og fatt heyrist annad en saenska eda thyska. A thessum slodum, eins og reyndar vida vid Strond Solarinnar, bua adallega utlendingar, ymist i eigin husnaedi eda leigdu. Malaga er eini stadurinn sem Thjodverjarnir og Englendingarnir eru ekkert spenntir fyrir. Thar af leidandi er borgin alvoru.

Eitt af thvi sem einkennir Malaga odru fremur er katholskan. Malagabuar eru katholskari en pafinn og standa i bidrodum fyrir utan kirkjurnar thrisvar, fjorum sinnum a dag til thess ad komast i messur og altarisgongur. Vid forum i eina slika i dag med slatta af ponsulitlum eldriborgurum sem kunnu allt utan ad sem presturinn sagdi og gatu ekki bedid eftir ad kjamsa a likama Krists. En thetta var seinnipartinn.

Eftir Frejiliana var farid med okkur a "svalir Evropu". Thaer eru i strandbaenum Nerja. Beint a moti Afriku. Skemmst fra thvi ad segja ad mig sundladi a svolunum.

A heimleidinni bordudum vid a assgoti huggulegum veitingastad vid strondina. Thar fengum vid fyrirmyndarfaedi, en framar ollu voru fronsku kartoflurnar. Eg hef aldrei smakkad annad eins. Og eg sem borda ekki franskar.


Draumfarir ekki slettar

Mikil draumanott. Natturuhamfarir og tynd born og flottir sandalar og folk endalaust ad reyna ad styra mer, an arangurs. Toppurinn var tho kannski draumurinn um kosningarnar. Bjorn Ingi Hrafnsson var i frambodi fyrir Frjalslynda flokkinn og Steinunn Valdis studdi hann med radum og dad, m.a. med thvi ad ganga um med plakat limt aftan a hausinn a ser. Jan fannst Bjorn Ingi svo fyndinn i kosningabarattunni ad hann let hvarfla ad ser ad kjosa hann, humorsins vegna. Eg vard oskureid og oskradi: Madur kys ekki Frjalslynda!! Vid thad vaknadi eg.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Mussan sjálf

Höfundur

Ingveldur Lára Þórðardóttir
Ingveldur Lára Þórðardóttir
Kona á vænsta aldri með víraða drauma

Spurt er

Hver fær stóra stykkið af rabbarbara?

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Frændur 4
  • Frændur 3
  • Frændur 2
  • Frændur 1
  • Ali G og félagar á öskudag 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband