Goran er töffari

Kynþokkinn flæddi af sviðinu í gærkvöldi.  Áheyrendur voru á iði, sem af og til stigmagnaðist upp í trylltan dans.  Ábúðarfullir, sterum prýddir verðir beittu hörku á þá sem gátu ekki hamið gleði sína.  Það virtust einna helst vera Serbar, mættir til þess að horfa á "Bubba" sinn.  Þeir vöfðu sig og veifuðu fánum og var þrífingrakveðjan á lofti meira eða minna allan tímann.  Undir lokin þýddi ekkert að eiga við góðglaðan, slavneskan ungdóminn, sem flæddi fram fyrir áhorfendur og upp að sviðinu og dansaði þar eins og þeir hefðu verið að vinna Bosníustríð.  Ljósalegnir bekkpressugæjar með sítt að aftan og stúlkur undir lögaldri, útbúnar eins og fastráðnir Bóhemstarfsmenn, í rorrandi bjór- og þjóðernisvímu, sungu hástöfum með:  "Kalasnjikov!" og Íslendingarnir öskruðu:  "Árás!!!" samkvæmt fyrirmælum þess kynþokkafulla.  Ég átti dálítið erfitt með þetta allt saman. 

En það var gaman.... ó, mæ....

Mamma litla lenti í sæti við hliðina á stórum, fullum manni.  Hann tók mikið pláss og var voða glaður.  Mamma litla er heppin að vera ekki marin og blá eftir kvöldið.  Ég held að henni hafi þótt þetta hin besta skemmtun engu að síður.  Áhugavert og öðruvísi.

Goran (eða Göran, eins og sænsku taugarnar í mér kjósa að kalla hann) er alvöru töffari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jesúminn.

Kem greinilega allt of sjaldan við.  Var bara að lesa núna þetta með fallegustu konuna. 

Ég hefði viljað vera fluga á vegg á þessum tónleikum.  Já, eða bara tónleikagestur!  En alltaf er nú jafn gott að lesa þig elsku Gweldan mín og mikið er ég nú farin að hlakka til að sjá þig.  Bráðum.

Skotta (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mussan sjálf

Höfundur

Ingveldur Lára Þórðardóttir
Ingveldur Lára Þórðardóttir
Kona á vænsta aldri með víraða drauma

Spurt er

Hver fær stóra stykkið af rabbarbara?

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Frændur 4
  • Frændur 3
  • Frændur 2
  • Frændur 1
  • Ali G og félagar á öskudag 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband