3.8.2007 | 09:49
Sumarfréttir
Það stóð á endum að sumri lauk á Íslandi um leið og ég steig á íslenska grund. Nú hefur fyrsta haustlægðin skollið á - ekki seinna vænna...
Ameríkufríið fer að dofna í minningunni. Fátt eftir nema vísareikningurinn. Og þó - ég get enn lokað augum og horfið aftur í heitan sandinn á ströndinni í Amagansett. Ekki ský á himni, sólin bakar og svæfir, golan strýkur kinn... Stöku sinnum er bókin tekin upp, lesnar nokkrar línur og svo lokast augun aftur. Af og til sest upp til að nærast og kæla sig í sjónum, fylgjast með ofurhugum á brimbrettum.
Sundlaugarmók, hvítvín í kvöldsól, bílferðir út til Montauk, rækjur og humar og túnfiskur og hörpuskel og kúfskel... góðravinahópurinn...
Og borgin mín blíða. Með öllu sínu góðgæti. Lét það meira að segja eftir okkur mæðginum að fara á Broadway að sjá söngleikinn Mary Poppins. Mikið afskaplega gaman.
Nú er ég búin að vera grasekkja í rúma viku. Finn ekkert fyrir heymæði.
Um bloggið
Mussan sjálf
Spurt er
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.