Taumlaus gleði

Kvöldið mitt fer í afstemmingar á lífeyrisiðgjaldafærslum.......

Það eru nú ekki allir sem geta stært sig af því!


Skólalykt

Allt í einu fann ég skólalykt.  Vogaskólalykt.  Frá öndverðum áttunda áratug síðustu aldar.  Henni má lýsa þannig:

Gamall viður sem strokið hefur verið yfir með votri rýju + lýsispillur + fjólublár fjölritunarvökvi + trélitir + sessur + splúnkunýtt eintak af Gagni og gamni.


Sumarfréttir

Það stóð á endum að sumri lauk á Íslandi um leið og ég steig á íslenska grund.  Nú hefur fyrsta haustlægðin skollið á - ekki seinna vænna...

Ameríkufríið fer að dofna í minningunni.  Fátt eftir nema vísareikningurinn.  Og þó - ég get enn lokað augum og horfið aftur í heitan sandinn á ströndinni í Amagansett.  Ekki ský á himni, sólin bakar og svæfir, golan strýkur kinn...  Stöku sinnum er bókin tekin upp, lesnar nokkrar línur og svo lokast augun aftur.  Af og til sest upp til að nærast og kæla sig í sjónum, fylgjast með ofurhugum á brimbrettum. 

Sundlaugarmók, hvítvín í kvöldsól, bílferðir út til Montauk, rækjur og humar og túnfiskur og hörpuskel og kúfskel...  góðravinahópurinn...

Og borgin mín blíða.  Með öllu sínu góðgæti.  Lét það meira að segja eftir okkur mæðginum að fara á Broadway að sjá söngleikinn Mary Poppins.  Mikið afskaplega gaman.

Nú er ég búin að vera grasekkja í rúma viku.  Finn ekkert fyrir heymæði.

 


Jibbiiiiiii.....!

Allt i einu get eg bloggad aftur!

Tha hef eg sosum ekkert ad segja...  Rakst a Billy Connolly i dag.  Hann er fraegur numer thrju i thessu frii.  Fyrst var Sopranosystirin.  Hun vard reyndar tvisvar a vegi okkar i sveitinni.  Var aegilega skotin i eccosandolunum hennar Siggu Rosu.  Svo var thad ein falleg leikkona sem eg man ekkert hvad heitir sem vildi fa ad vita hvada mal vid Adam vaerum ad tala, asamt tvi ad radleggja okkur hvad vid aettum ad velja a veitingastadnum sem vid vorum a.  En Billy er natturulega flottastur.   

Thetta er merki um ospennandi fri.  Thegar madur telur upp fraega. 


Ættarmót

Sú hugmynd læddist sí og æ að mér um helgina að Kaurismäki hefði getað fundið talsverðan efnivið í Laugagerðisskóla í Hnappadalssýslu - á ættarmóti afkomenda Siggu dönsku og Lall-á-Vass.

Skil ekkert í annars ágætum hérlendum kvikmyndagerðarmönnum að hafa ekki gert sér mat úr þessu mjög svo skemmtivæna og sérstæða efni sem íslensk ættarmót eru.

Það var að sjálfsögðu rosaleg stemning, alveg keppnis.  Þakka öllum sem þar voru samveruna.


Sextán ár í hnappheldunni

Veit ekki hvað mér finnst um orðið "hnapphelda".  En hér sit ég á föstudegi, trallandi fram og aftur um veraldarvefinn á meðan hinn hnappurinn sýslar í eldhúsinu og hnepplingurinn spilar á gítar í stofunni fyrir yfirgengilegustu sjónvarpskonu allra tíma, Rachel Ray (hér eftir nefnd Rakel Reynis).

Þannig að sjálf upplifunin af hnappheldunni er alveg að virka.  Eftir sextán ár.  Nú held ég að rétt sé að skjóta tappa úr.  Meira síðar.


Annar í sumarfríi

Annar dagur sumarfrís langt kominn.  Hingað mættu um 20 unglingar í hádeginu í grillaðar pylsur og djús.  Dreifðu úr sér á teppum í sólinni, magnari var tengdur út, gítarar slegnir og sungin og leikin misfrumsamin lög.

Þetta hjálpaði mér vissulega við að drepa tímann.


Byrjuð með einari

Þá hefst nýtt tímabil í dagbókarritun.  Með Einari.  Ekki Einari aumingja, heldur Einari Hend. 

Gildi góðrar vísu

Margur talaði um að það hefði gefið serbneska júrólaginu meira gildi ef textinn hefði skilist.  Ég efa það, a.m.k. skipti það mig engu máli.  Nokkuð ljóst að þetta snerist allt saman um ástarþrá eftir slavneskri þokkagyðju...

Hins vegar fyndist mér varið í að skilja textann í nýja laginu hans Megasar.  Þar er ábyggilega vísa þess virði að heyra.


Fertugur gröfukarl

Smám saman er vinahópur minn að verða skriðinn allur inn á fimmtugsaldurinn.  Verulega öflugt partý því til staðfestingar var haldið á föstudagskvöldið, þegar einu mesta karlmenni hópsins tókst að ná þessum merka áfanga.  Fram að því hefur verið vísað til hans sem litla barnsins.  Hann var farðaður undir morgun, enda eignaðist hann metró-kitt sem innihélt m.a. gaukblýant, spartl (lesist "spassl") og varamýkingarefni.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Mussan sjálf

Höfundur

Ingveldur Lára Þórðardóttir
Ingveldur Lára Þórðardóttir
Kona á vænsta aldri með víraða drauma

Spurt er

Hver fær stóra stykkið af rabbarbara?

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Frændur 4
  • Frændur 3
  • Frændur 2
  • Frændur 1
  • Ali G og félagar á öskudag 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband