Færsluflokkur: Bloggar
10.10.2017 | 17:18
Spekileki
Nýyrðið spekileki minnir mig á belju, af einhverri ástæðu. Að öllu leyti gott orð samt og bara allt í lagi að búa til ný orð þegar fólk er í vandræðum með að læra þau gömlu. Atgervisflótti er rosalega flókið og erfitt orð fyrir suma. Allavega þá sem ekki hafa lekið úr landi með speki sína.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2017 | 15:14
Sko mig
Ég komst að því að ég mundi aðganginn minn inná þessa bloggsíðu. Það er afrek í sjálfu sér á þessum síðustu og verstu tímum þegar ég man ekki lengur hvað ég borðaði í morgunmat.
Kannski ég ætti að nota þetta sem minnisbók.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2010 | 18:18
Íslensk þjóðarsál
Íslendingar eru stoltir yfir eftirfarandi:
- Alþjóðabjörgunarsveitinni sinni
- Handboltalandsliðinu, en bara þegar það vinnur
- Útrásarvíkingum, einkum þegar þeir kaupa dönsk stórfyrirtæki
- Júróvisjónþátttakendum, en bara þegar þeim gengur vel
- Sjómönnum þegar þeir lenda í sjávarháska
- Öllum löndum sínum sem gengur vel í keppnum sem skipta engu máli
Það er nauðsynlegt fyrir íslensku sjálfsmyndina að vera best í heimi. Við erum jú, þegar öllu er á botninn hvolft, nafli alheimsins. Við kunnum ekki að vera stolt af hversdagslegum afrekum, heiðarleika, góðmennsku, baráttu fyrir sanngirni og réttlæti... því að taka þátt og gera sitt besta.
Nei, það þurfa að vera verðlaun til þess að Íslendingar nenni að "spá íessu". Samt erum við flest í mesta lagi meðaljónar. Höfum bara hversdaginn til þess að stæra okkur yfir.
Þegar íslenska handboltaliðinu gengur vel verðum við öll svo kát og glöð, og klökk af stolti, berjum okkur á brjóst og segjum: "Assgoti vorum við góðir í gær, maður. Stóðum aldeilis harðir í vörninni, maður." Svo koma jafnteflin: "Djöfull standa þeir sig illa, strákarnir. Hrikalega voru þeir slappir í sókninni." Þá, allt í einu, mega þeir eiga þetta einir. Þá vorum við ekki lengur á vellinum með þeim. Það er kannski þessvegna sem þeim gekk ekki nógu vel... Sófakartöflurnar spiluðu ekki með...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2009 | 07:46
Fengitími fjölskyldunnar
Það er vitað mál að fengitími gengur í ættir. Fengitími í minni ætt er í mars.
Okkur var að fæðast stúlkubarn. Það fékk sinn eigin afmælisdag, þrátt fyrir allt. Fram að þessu var annar í jólum laus.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2009 | 07:40
Hin árlega bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2008 | 10:01
Hæið hóið hálfþreytta
Ég hef verið að skoða hvað í boði sé á hæ hó þetta árið. Frekar þunnur sá þrettándi fyrir þá sem ekki eru undir sex ára.
Sjónvarp allra landsmanna býður upp á beina útsendingu frá hátíðahöldum morgunsins. Síðan taka við þjóðlegar endursýningar fram undir fimm, þegar fótboltinn tekur völdin fram á nótt, með einu hléi þar sem tónleikum Sniglabandsins er skotið inn.
Veðurguðir bjóða upp á hið hefðbundna þjóðhátíðarveður; sól og rok.
Það er eins og veröldin sé að reka mig upp í rúm með góða bók...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2008 | 14:04
Vöknuð úr dái eins og geitungarnir
Meiri dj... heimskan í þessum geitungum. Ég held við ættum að éta þá bara svo þeir hætti þessu.
Nú er ég búin að vera í sumarfríi í tvo daga og hef eytt þeim að mestu fyrir framan tölvu. Af því ég fæ aldrei nóg. En ég er reyndar að dudda mér við skemmtilegheit... fyrir vini mína... þeir komast reyndar ekki að því fyrr en um næstu jól...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2007 | 08:17
Af saumaklút og öðrum misskilningi
Í kvöld er saumaklútur hjá mér. Dóttir saumaklútsmeðlims er uppspretta þessa orðs. Hún heyrði ekki betur. Var ósköp smá þá. Ég veit ekki hvað henni finnst um það í dag, tólf ára gamalli, en klúturinn festist.
Stundum má ég herða mig þegar ég fer með faðirvorið, þar sem ungur snáði breytti því í heilanum á mér fyrir mörgum árum, þegar hann lauk því á orðunum "því að þitt er ríkið, náttúran og dýrðin..." Bara feginn að geta á einhvern hátt komið eigin reynsluheimi inn í annars óskiljanlegan orðaflauminn.
Um daginn eignaðist ég nýjan gullmola. Var á leið við annan mann í Munaðarnes þegar ungur maður spurði: "Ég skil ekki alveg hvað þið eruð að fara að gera, hvert eruð þið eiginlega að fara?" "Í Munaðarnes." ".... (hux, hux...) ... eee... hvað heitir það aftur sem börn fara þegar foreldrar þeirra deyja?" Skemmst frá því að segja að við eyddum heilli helgi í Munaðarleysi við störf og át og gekk bara svona líka ljómandi vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.10.2007 | 19:38
Reykjavík Green Energy Invest Group há eff
Enn ekki búin að mynda mér skoðun á tugmilljarðafyrirtækinu. Það bjó til nokkra nýja milla í sínum röðum í dag.
Aldrei hefir mælst jafnregnþungur septembermánuður og síðastliðinn. Mér verður litið út um gluggann og sé að október er í bullandi samkeppni. Og ég að fara að rölta niður í bæ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2007 | 00:02
Þorstinn ógurlegi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Mussan sjálf
Spurt er
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar