Júró júró...

Mig hefir gripið ægilegt júróæði.  Átti í djúpum, tilfinningaþrungnum samræðum í leikfiminni í dag við spriklsystur mínar um málefnið.  Rak í rogastans þegar ég gerði mér grein fyrir því.  Þetta hefur nú ekki verið mikið hjartans mál í gegnum tíðina, þó mér finnist júró hin besta skemmtun og horfi alltaf, að minnsta kosti á hluta af keppninni.  Ef mér býðst ekkert betra.  Hingað til hefur t.d. pólitík vegið þungt í samanburðinum við Ding-a-dong.

Nú bregður hins vegar svo við að júróvogarskálin sígur vel.  Ég held ég sé búin að heyra flest lögin og mynda mér skoðun á hverju og einu.  Spái fyrir um gengi þeirra.  Hlakka svakalega til að sjá "strákana okkar" á sviðinu á morgun.  Og stigagjöfina, maður lifandi.  Ætla jafnvel að kjósa sjálf.  Verst af öllu er að pjakkur minn hefur lítinn áhuga á þessu.  Ég verð örugglega ein fyrir framan sjónvarpið að stúdera búninga og hárgreiðslur og nef og enni og rassa - sem er að sjálfsögðu einn mikilvægasti þátturinn í því að fá sem mest út úr júró.  Lærði það fyrir löngu.

Ég geri mér fulla grein fyrir því að dagleg innspýting frásagna frá Helsinki valda þessu æði.  Nusi minn er í hringiðunni miðri, æðislegasta hommapartýi heims.  Honum leiðist ekki.  Þau eru mörg essemmessin í minn kännykkä.  Yksi olut!  Kippis!  Eurovision, olkaa hyvä!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er búin að Júróvæða heimilið.  Við hjónin erum stolt af stúfnum sem dillar sér kátur með.  Kusum.

Júró lives.

Skottan (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 23:58

2 identicon

Athugasemd við færsluna "Mjómjó eða mjómjómjó?":

Ég reyndi þetta um daginn.  Held að ranghugmyndin "ég fæ aldrei góða vinnu ef ég er svona feit í viðtölunum" hafi komið þessu af stað.  Hætti nánast um leið.  Fór út að ganga svona hressilega þrjá daga í röð að ég fékk vondan verk í legginn og er ekki laus við hann viku seinna.  Ég varð ömurlega vond við sjálfa mig fyrir að "standa mig ekki" og það var miklu verra en að vera ekki mjómjó.  Ótrúlega vont í sálina. 

Gleymdi einu sinni morgunmat og keypti vínarbrauð eftir að hafa skilað Baldri af mér í fyrsta skipti til dagmömmunnar.  Barði mig fast í hausinn og gargaði inni í mér "ekki nógu góð, ekki nógu góð".  Fleiri dagar fóru í vansæld yfir að hafa étið helvítis vínarbrauðið.

Svona erum við stundum, þráhyggjufólkið.  Getum misnotað allt og valdið sjáfum okkur skaða.  Svoldið leið yfir að "aðhald" og "átak" séu óholl fyrir mig en eiginlega glöð yfir að næsta vínarbrauð var étið með góðri samvisku, alveg eins og rúgbrauðið sem ég át svo.  Ég held ég haldi mínu striki, vigti mig ekki, éti hollt og óhollt til skiptis, og hætti að pæla í þessu.  Stjórnlaus einstaklingur á alla kanta.  En alveg nógu góð og meira en það.

Skottan (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 21:45

3 identicon

Mér leiðist að þurfa að telja á puttunum í hvert skipti sem ég skrifa hérna.

Ertu búin að taka eftir að við erum báðar á tenglalista ÁJ?  Þú ert nokkrum tenglum undir Leyniskyttunni.  Flissaði mikið yfir að lesa fyrst Leyniskytta og svo Leynimussa.  Hahahahahaha. 

Skottan (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 21:49

4 Smámynd: Ingveldur Lára Þórðardóttir

Skottan mín, ef einhver vinnuveitandi færi að vísa á bug svona hrífandi hæfileikakonu eins og þér, er morgunljóst að hann er ekki þess virði að vinna fyrir.  Aldrei, aldrei að velja sér vinnustað sem gerir útlitskröfur!

Ingveldur Lára Þórðardóttir, 16.5.2007 kl. 11:29

5 Smámynd: Ingveldur Lára Þórðardóttir

Þar að auki ertu fallegasta kona sem ég þekki!

Ingveldur Lára Þórðardóttir, 16.5.2007 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mussan sjálf

Höfundur

Ingveldur Lára Þórðardóttir
Ingveldur Lára Þórðardóttir
Kona á vænsta aldri með víraða drauma

Spurt er

Hver fær stóra stykkið af rabbarbara?

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Frændur 4
  • Frændur 3
  • Frændur 2
  • Frændur 1
  • Ali G og félagar á öskudag 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband